VERKEFNIÐ

Meginmarkmið verkefnisins "Heritage in Motion", HeiM, er að efla og auka þekkingu íbúa landa samstarfsaðilanna í verkefninu á menningararfi þeirra sem og  á evrópska menningararfinum. Til þess að ná fram markmiðinu  þarf að beina sjónum  að mennigararfinum og vekja athygli á þeim gildum sem í honum felast. Verkefnið mun einnig styrkja og auka vitund um tilgang evrópska menningarársins (The European Year of Cultural Heritage (ákvörðun [ESB] 2017/864) og hvetja fólk til að kanna evrópska menningararfinn og með því, styrkja tilfinningu þeirra á að það sé hluti af Evrópu.

Í verkefninu eru þróaðar og útfærðar nýjar aðferðir í  fullorðinsfræðslu þar sem tekið er tillit til og metin reynsla og færni fólks yfir fimmtugt. Aðferðirnar eru bæði uppbyggjandi og til þess fallnar að efla hæfni þessa hóps til að læra af verkefninu með notkun upplýsingatækni (ICT) þar sem við trúum því að í nútímaþjóðfélagi gegni upplýsingatækni og stafræn tækni lykilhlutverki.