Fyrsti fundur í verkefnisstjórn HeiM verkefnisins

Project Partners

Fyrsti fundur verkefnisstjórnar verkefnisins “Heim – Heritage in Motion: Nýstárlegar aðferðir í fullorðinsfræðslu um menningararfinn og virk efri ár” var haldinn í Háskólanum í Alicante 21. og 22. nóvember 2018.

Á þessum tveimur þéttsetnu dögum ræddi samstarfshópurinn,  undir forystu teymisins frá Alicanteháskóla, verkefnisstjórnarþætti og viðmið, gæðahandbók verkefnisstjórnar og fyrstu rannsóknarþætti sem fyrir lágu. Verkefnið tilheyrir Erasmus áætluninni (HEIM- HERITAGE IN MOTION 2018-1-ES01-KA204-050239), nánar tiltekið lykiláætlun hennar um  samtarf  um nýsköpun og bestu aðferðir milli evrópskra aðila í fullorðinsfræðslu (Strategic Partnerships of European institutions for Older Adults Training).

Þessu þróunar- og nýsköpunarverkefni var hrundið af stað af UPUA (Permanent University), stofnun innan Alicanteháskóla á Spáni, sem stýrir því. Verkefnið hófst 1. nóvember 2018 og lýkur 31. október 2020. Þrír aðrir aðilar, sem allir sinna fullorðinsfræðslu, taka þátt í verkefninu: POUZ, Pucko otvoreno uciliste Zagreb (Króatíu); TDW, Towarzaystwo Demokratyczne Wschód (Póllandi) og U3A Reykjavik (Íslandi).

Markmið HeiM verkefnisins er að stuðla að aukinni þekkingu á menningararfinum heima fyrir og á Evrópuvettvangi og vekja athygli borgaranna á þeim gildum sem felast í honum og gera þessa þekkingu að nauðsynlegum þætti í samfélagsþróun Evrópu. Verkefnið mun þannig styðja við markmið Evrópska menningararfsársins (Ákvörðun (ESB) 2017/864) sem er að hvetja eins marga og hægt er til að uppgötva og kanna hinn evrópska menningararf og styrkja þá tilfinningu að vera hluti af hinni evrópsku fjölskyldu.

Í verkefninu verða þróaðar og nýttar nýjar aðferðir við fullorðinsfræðslu sem taka mið af reynslu og færni þessa markhóps með uppbyggjandi jafnt sem hugrænum aðferðum: Samhengistengdu námi,  vendikennslu, verkefnatengdu námi og nýtingu upplýsinga og tölvutækni, þar sem við teljum að opnar kennsluaðferðir og ný vinnubrögð okkar stafrænu tíma séu grundvallarþættir í samfélagi nútímans. Við viljum því skapa fólks á efri árum tækifæri til að halda sér í stöðugri þjálfun í nýskapandi umhverfi, vera virk í samfélaginu og hindra með því hugsanlega einangrun á efri árum auk þess að stuðla að samskiptum milli kynslóða, skilningi á menningarlegri fjölbreytni og tilfinningu um að vera hluti samfélagsins.

Verkefnið skiptist í ýmsa þætti mðal annars kortlagningu í upphafi, vinnu að leiðbeiningum um aðferðafræði, Hönnun á leiðum og frumvinnu við þjálfun í að leita leiða að menningararfinum. Rannsóknarvinna og þjálfun verður unnin hjá öllum samstarfsaðilunum og hópur sérfræðinga munu koma að verkefninu á ýmsum stigum.

Einn meginþáttur verkefnisins lýtur að því að kynna menningararfinn okkar (í samstarfslöndunum)  og um leið að koma á framfæri þeim gildum sem felast í hinum evrópska menningararfi til fólks á efri árum, miðla og uppgötva hinn sameiginega arf sem tengir okkur, og hvetja eldra fólk til að verða túlkendur menningarinnar. Í þeim tilgangi munu samstarfslöndin í HeiM verkefninu styrkja tengslin, rannsaka, greina og viðurkenna hinn sameiginlega menningarauð og að lokum virða menningarlega fjölbreytni.