STIG VERKEFNISINS

GREINING OG RANNSÓKN

Greina og kortleggja  hugsanlegar auðlindir menningararfs fyrir fólk yfir fimmtugt. Niðurstaðan mun endurspegla verðmæti  menningararfsins í löndum samstarfsaðila HeiM verkefnisins.

ÞJÁLFUNARÁÆTLUN

Kynna og innleiða nýjar aðferðir við þjálfun fullorðinna með tvíþættu markmiði; annars vegar að hvetja leiðbeinendur til að nota ný verkfæri; og  hins vegar að þjálfa fólk yfir fimmtugt í nýrri færni.

Eftir þjálfun munu nemendur hafa náð nauðsynlegri þekkingu og færni til að útbúa virkar og aðgengilegar leiðir að menningar-arfinum.

RANNSÓKNARLEIÐIR

Undirbúa mismunandi leiðir að menningar-arfinum í hverju landi samstarfsaðilanna sem verða birtar á vefsíðu HeiM verkefnisins til þess að auðvelda aðgengi að rannsóknum sem lön­din standa fyrir.