HeiM verkefnið kynnt á Vísindavöku Rannsís 2019

Verkefnið HeiM, Heritage in Motion, sem á íslensku er nefnt Sjallar leiðir að menningararfinum, var glæsilega kynnt í bás U3A Reykjavík á Vísindavöku Rannís þann 28. september 2019. Kynning á HeiM var á stórum poster, 200 x 85 cm, gerðum af Hnotskógur, hönnunar- og auglýsingafyrirtæki, fjórblöðungur um verkefnið lá frammi sem og þrjú fréttabréf verkefnisins. Einnig var hægt að skoða myndasýningu um verkefnið þar sem sagt var frá markmiðum þess og helstu atriðum og samstarfsaðilarnir á Spáni, Póllandi og Króatíu kynntir.
Subscribe to