Meginmarkmið HeiM verkefnisins er að efla þau gildi sem felast í evrópska menningararfinum hjá fólki sem komið er yfir fimmtugt. Þetta evrópska sjónarhorn er mikilvægt á tvennan hátt; annars vegar samvinna á evrópskum vettvangi milli samstarfsaðila og hins vegar að miðla, senda og uppgötva sameiginlega menningararf þessa hóps. Þannig vinnur þessi aldurshópur að evrópskri arfleifð og veitir öðrum aðgang að henni. Verkefnið dregur því fram evrópskan menningarauð og gildi menningarlegs fjölbreytileika.